We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Athvarf

by Marína Ósk

/
  • Compact Disc (CD) + Digital Album

    A beautiful CD eco-wallet (no plastic) which includes all the lyrics in Icelandic (free pdf is available with translations), pictures by Icelandic photographer Sigga Ella and album artwork by the amazing Sigríður Hulda Sigurðardóttir.

    Includes unlimited streaming of Athvarf via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    ships out within 2 days
    Purchasable with gift card

      €13 EUR or more 

     

  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

    Includes pdf with the lyrics translated to English, as well as two bonus tracks in English, unreleased in 2020.
    Purchasable with gift card

      €8 EUR  or more

     

1.
Athvarf 01:34
Athvarf Ég leita friðar bak við lokuð augun. Ég leita vægðar og varnargarðs. Og tíminn bíður og bíður - þótt sé hann naumur. Ég bý mér athvarf og svíf af stað.
2.
Vindurinn 04:06
Vindurinn Vindurinn strýkur létt vanga minn og ég held hann sé að flýta sér. Dagurinn á enda, leiðin liggur á nýjan stað og ég fer með. Leiðin liggur á nýjan stað, - komdu með mér. Leiðin liggur á nýjan stað, eigum við að gá hvað er þar að sjá? Vindurinn strýkur létt rakan vangann og þerrar tár, mér heldur á. Nóttin er nýkomin ætli hún áætli að staldra við eða koma með? Leiðin liggur á nýjan stað, - komdu með mér. Leiðin liggur á nýjan stað, eigum við að gá hvað er þar að sjá? Leiðin liggur á nýjan stað...
3.
Ég sit hér í grasinu Ég sit hér í grasinu, sé toppinn á fjallinu, finn fyrir logninu - að ég tel. Ég vingast við birtuna og leggst á jörðina, dagdreymi um nóttina - hér um bil. Þótt óljóst sé framhaldið, ég sit hér með nóttinni og dásemdar, dásemdar nútíðin er mín, er mín, er mín... Í fjarlægð er morgunninn, mér veifar brosandi, verðandi vinur minn - vonandi. Ég hugsa í einlægni um ást og þakklæti, gjafmildan alheiminn - og líður vel. Þótt óljóst sé framhaldið, ég sit hér með nóttinni og dásemdar, dásemdar nútíðin er mín, er mín, er mín... Ég sit hér með nóttinni, hún tyllti sér mér við hlið og dásemdar, dásemdar nútíðin er mín, er mín, er mín...
4.
Samtal við sólu Sit ég hér hjá þér og hef það náðugt, læt það bara eftir mér. Hlýleg er þín tilvera sem áður, þú ljærð mér eyra, hlustar á þungavikta-vandkvæðin mín. Ósköp ljúft mér finnst að geta fundið faðminn þinn og skýin fara frá ef þörf er á. Ef kulda ber í garðinn minn, varma veitir hlýleg sól; ég veit af þér jafnt dag og nótt.
5.
Rigning 04:36
Rigning Glugginn minn, hann grætur og grætur og tárin hans renna er taktfast þau lenda. Niðamyrkur bankar og kemur inn þess nærvera er róleg og þónokkuð góðleg, þótt dimm hún sé. Þú átt var hjá mér, ég á var hjá þér. Og það rignir fyrir utan. Þótt dropar dvelji hvarmi á er það aðeins utan á því kinnin kúrir barmi hjá. Með myrkrinu kom værðin sem hvíslar: „Það er allt í lagi, ég vernda ykkur bæði“ Við hlustum á... Hlýr þinn faðmur er, þangað leita ég. Og það rignir fyrir utan. Þótt dropar dvelji hvarmi á er það aðeins utan á því kinnin kúrir barmi hjá. Þótt dropar dvelji hvarmi á er það aðeins utan á því kinnin kúrir barmi hjá
 meðan rignir...
6.
Meðan höndin mín í hendi þinni hvílir
 Ég leitast við
 að finna það
 sem veitir mér hamingju í lífinu og einset mér
 að loka ei
 á mögulega hamingju í lífinu Meðan höndin mín í hendi þinni hvílir 
 - verður lífið einfalt -
 Meðan höndin mín í hendi þinni hvílir og brosið þitt
 lýsir upp myrkrið svart 
 líkt og sólin á morgnana og augun þín 
 bjóða mér góðan dag
 líkt og sólin á morgnana Meðan höndin mín í hendi þinni hvílir 
 - verður lífið einfalt -
 Meðan höndin mín í hendi þinni hvílir

7.
Eftirmiðdagur Varlega, svífandi létt, fallandi jafnt og þétt. Líta inn snjókorn gegnum gluggann minn, ég hljóðlátlega fel mig bak við glerið. Alein ég finn himininn minn, athvarf í fallegu tómi. Ég augun mín fel og innri friðinn um mig vef; ef aðeins ég fengi að dvelja hérna lengi, mjög lengi... Mjúklega, dansandi berst, snjókorn á jörðina sest. Himinninn sendir nú fleiri en í leyni, sofandi, mig dreymir...
8.
Lítil nótt 03:37
Lítil nótt Lítil nótt lítur við, daðrar við sólsetrið. Aðeins hann dökknar, himinninn, kveðjur sínar yfir garðinn sendir. Lítil nótt keppist nú við að taka meira pláss mér við hlið. Kannski ætti ég henni að segja að hún á sinn stað mér hjá. Lítil nótt heyrir lag, sungið af mér í dag. Einlægt þér þakka innlitið, þú átt stað mér hjá.
9.
Léttfætt 03:43
Undan vetri, öllu betri, mætir þiðnuð jörð - halló! Ilmur af grasi læðist um nasir meðan fuglaskarinn tyllir sér syngjandi sitthvort lagið í takt - halló! Ferska loftið hlýlegt orðið, bankar uppá - halló! Nú er vorið komið á sporið og ég býst við að nú bestni líf, fiðringur gerir vart við sig - halló! Ómar dirrindí, dirrindí! Hvílík sýning! Daglegt líf kveður nýjan brag. Léttfætt - það er mér í hag. Óhrædd - og klár í næsta slag - halló! Tipla’ á tánum, táslukjánum, hvílík orka - halló! Kinnar rjóðar, opnir lófar, snýst í hringi og virði fyrir mér nýjan dag, ég tek hann inn - halló! Ómar dirrindí, dirrindí! Hvílík sýning! Daglegt líf kveður nýjan brag. Léttfætt - það er mér í hag. Óhrædd - og klár í næsta slag - halló! Kannski, segi ég og meina vel, held ég kanni gáfuleg næstu skref. Spennandi, mitt látlausa stef um vor - halló!
10.
Stormur 04:24
Stormur Ég ímynda mér að veðrið nú þig hræði en hér er faðmur minn, tilbúinn. Sama hvenær dags, þér mætir ávallt kærleikshaf sem myndar um þig hring, vefur þér inn, býður þér hvíld. Er stormur bankar dátt dyr þínar á við bjóðum honum faðmlag - saman. Sitjandi ég bíð og umhyggjuljóð ég syng og þyngslin þín eru einnig mín. Er stormur bankar brátt dyr þínar á við bjóðum honum inn - alvelkominn inn í opið faðmlagið. Í hljóði fer með bæn og loka augum varlega. Vita þú mátt að hjá mér þú átt eilífa sátt.
11.
Lifandi 04:19
Lifandi Ein gata, mjó gata, ótroðin slóð. Hún hlýleg, ég róleg held að okkur muni koma saman vel. Sé laufin, þau hlaupa samferða, þó lítið eitt á undan mér - loksins ég er lifandi. Gríp með báðum höndum fast og held mér, trúi varla eigin augum því mér finnst ég svífa ég held mig sé að dreyma - er ég komin heim? Jafnvægið, óvægið einu sinni enn. Læt vera að hugsa hvort ég sé að ganga í átt að réttum stað. Held áfram, óhikað, og mér líður nokkuð vel þó ég sé týnd því loksins er ég lifandi. Gríp með báðum höndum fast og held mér, trúi varla eigin augum því mér finnst ég svífa ég held mig sé að dreyma - er ég komin heim?

about

The album Athvarf reveals Marína Ósk as a storytelling singer/songwriter but the music was mostly written on a guitar in open tuning. The compositions are vivid and fragile and are greatly influenced by jazz and folk music.

The word "Athvarf" translates into "shelter" or "refuge". Every song embraces the power of everyday, casual moments and uncontrollable phenomenons of nature and how they can positively affect one’s well being, f.ex. that sense of stoic calm while watching flakes of snow gently fall towards the ground or the feeling of safety one experiences being indoors while a raging storm is beating on your house. One can find refuge in different elements of life and each song represents a certain phenomenon of nature or weather.

The album was recorded live in complete takes which were left almost untouched afterwards.

“The music that has always impacted me the most is perfectly imperfect and human and most of my favourite albums are old jazz albums where you can actually hear squeaky floors and musical mistakes. I decided to take the risk and record along side my band, both at the same time and in the same room and allow the music itself to decide how it wanted to be played in each take. It was really important to have musicians that were open to that approach and so I recruited friends and colleagues from the jazz scene. That was really a wonderful and rewarding experience.” - Marína Ósk

credits

released October 11, 2019

Marína Ósk: Vocals, composer, lyricist, arranger, backing vocals
Mikael Máni Ásmundsson: electric guitar, organ, glockenspiel and effects
Lito Mabjaia: electric bass and moog
Ásgeir J. Ásgeirsson: acoustic guitar
Þorvaldur Halldórsson: drums
Rakel Pálsdóttir and María Magnúsdóttir: backing vocals

Recording, mixing and mastering: Birgir Jón Birgisson
Album cover design: Sigríður Hulda Sigurðardóttir
Photos: Sigga Ella

The album was recorded in March and May 2019 in Sundlaugin Studio, Mosfellsbær Iceland.

license

all rights reserved

tags

about

Marína Ósk Reykjavík, Iceland

Marína Ósk is an Icelandic singer-songwriter.
She composes music under the influence of jazz, pop and singer-songwriter. The compositions are vivid, fragile and melodic and mostly in her mother tongue, Icelandic.
Other projects include Tendra and Marína & Mikael
... more

contact / help

Contact Marína Ósk

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Marína Ósk, you may also like: